Greinar
Vistuð leit | Hreinsa Leit
1. janúar 1971 Nægur jarðsjór á Reykjanesi

(Úr flæðarmálinu) Álit jarðfræðinga á jarðhitasvæðinu á Reykjanesi hefur styrkzt mjög verulega síðan síðasta gufuborhola, hola 8, var boruð og hefur verið starfað af auknum þunga að tæknilegum rannsóknum á vinnslu efna úr jarðsjó, segir í skýrslu frá Vilhjálmi Lúðvíkssyni í Rannsóknarráði, um stöðu sjóefnavinnslu. Hafa á árinu 1970 farið fram rannsóknir á ýmsum sviðum. Orkustofnun hefur framkvæmt efnagreiningar og afkastamælingar á jarðhitasvæðinu og við borun 1800 m djúprar holu þótti sýn

Lesa meira
6. mars 1973 Hitaveita á Suðurnes (leiðari)

Boraðar hafa verið rannsóknarholur við Svartsengi, og hafa þær gefið mjög góð fyrirheit til virkjunar, og eru vísindamenn fullvissir um, að þar sé næg orka til að sjá byggðarlögunum á Reykjanesinu fyrir varma. Það hefur komið greinilega fram í fréttum nú undanfarið, að Arabaríkin eru alltaf að ná betri undirtökum á heimsmarkaðsverði olíu, og hætt er við að ekki líði langt þar til mjög óhagstætt er að nota olíu til húshitunar, fyrir utan það, að það er alger sóun á gjaldeyri ef hægt er að nota in

Lesa meira
16. mars 1973 Varmaveita frá Svartsengi

Eins og komið hefur fram í fréttum, þá kom fyrir stuttu fram skýrsla frá Orkustofnun um varmaveitu frá Svartsengi til þéttbýlis á Suðurnesjum. Skýrslan er samin í nóvember 1972 af Karli Ragnars og Sveinbirni Björnssyni. Mun verða birt ýmislegt úr skýrslu þessari, og byrjað á ágripinu, sem er fyrst í skýrslunni. Ágrip Í þéttbýli á Suðurnesjum er mjög álitlegur markaður fyrir varmaveitur. Varmaþörf Keflavíkur og Njarðvíkna er talin um 22 MW, Grindavíkur 3,8 MW, Sandgerðis 2,9 MW og Gerða

Lesa meira
3. september 1973 HITAVEITA (leiðari)

Jarðhitadeild Orkustofnunar hefur látið gera áætlun um varmaveitu frá Svartsengi er fullnægi varmaþörf þéttbýlisins á Reykjanesi. Út úr þessari rannsókn kom fram það, sem Suðurnesja-menn vissu, að hagkvæmt væri að nota varma frá Svartsengi til húshitunar hér syðra. Hugsanlegt er, segir í skýrslunni, að ná megi varma með borunum í bæjarlandi Keflavíkur og Njarðvíkur. Kostnaður er þó óviss og lík-lega að bora þurfi all margar rannsóknarholur áður en séð yrði, hvort varmi þaðan yrði samkeppnis

Lesa meira
28. september 1973 Hitaveita á Suðurnesjum (leiðari)

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað ört á síðustu mánuðum og allar líkur á að hún haldi áfram að hækka meir en verðlag almennt. Við þessar öru hækkanir versnar hlutur íbúa þeirra byggða hér á landi, sem þurfa að nota olíu til húshitunar. Iðnaðarráðherra og fleiri hafa talað um, að með virkjun Sigöldu væri þetta vandamál húseigenda leyst. Gallinn er sá, að verð á rafmagni til húshitunar er miðað við verð á olíu, þannig að það sem vinnst við að nota rafmagn í stað olíu er, að notuð er innlend

Lesa meira
29. september 1973 Rafhitun eða hitaveita

Rafhitun? Öllum er orðið ljóst, að við Íslendingar verðum að vera sjálfum okkur nógir með orku til húsahitunar. Spurningin er bara, hvað hentar okkur bezt á hverjum stað? Rafveita Keflavíkur hefur staðið í bréfaskriftum við Landsvirkjun um, að fá orkukaupasamninga, sem gætu tryggt henni að hagkvæmt væri að fjárfesta í dreifingarkerfum vegna rafhitunarmarkaðarins. Nýlega barst svo svarbréf frá þeim, þar sem spurt er: Hvað er markaðurinn stór? Hvað teljið þið samkeppnisfært verð við olíu?

Lesa meira
12. október 1973 Hitaveita og þingmenn (leiðari)

Hitaveitumál virðast vera að fá byr undir vængi á Suðurnesjum, og er ekki seinna vænna, því háhitasvæði er yfir stóran hluta skagans. Undarleg deyfð hefur verið um þessi mál undanfarna áratugi og raunar furðulegt, með jafn fjölmenna byggðakjarna og hér eru. Það verður að viðurkennast, að fyrr hefur hitaveitumálum verið hreyft, þó ekki hafi komið neitt raunhæft út úr því. Hitaveita er komin víða út um land, þar sem bæði er færra fólk og minni hiti til virkjunar. Orsökin fyrir að ekki hef

Lesa meira
7. nóvember 1973 500 milljón kr. hitaveita á Suðurnes?

GERT er ráð fyrir, að á næstunni verði stofnað sameignarfélagið Hitaveita Suðurnesja, en að því standa flest sveitarfélögin á Reykjanesi. Ætlunin er, að jarðhitinn við Svartsengi við Grinda-vík verði nýttur, en þar fara nú fram miklar rannsóknir á vegum Orkustofnunar. Búið er að bora nokkrar holur og hefur fengizt allt að 200 stiga heitt vatn úr þeim. Sá galli er þó á þessu vatni, að það er salt, en talið er, að nóg ferskt vatn finnist þarna einnig. Samkvæmt áætlun, sem Orku-stofnun gerði í fyrr

Lesa meira
16. nóvember 1973 HITAVEITA

Dagblöðin (alvörublöðin, eins og einn starfsmaður eins þeirra kallaði þau) eru loks vöknuð, hafa komið auga á, að athuganir hafa farið fram á hagkvæmni hitaveitu frá Svartsengi fyrir Suðurnesin. Í Suðurnesjatíðindum hefur oft verið skrifað um málið, og deilt á þingmenn þá, sem kjörnir eru fyrir Reykjanes kjördæmi, en Suðurnesin eru þar með, þó erfitt sé að koma auga á það af störfum þing-mannanna. Sem betur fer eru þeir eitt hvað að rumska og verður að segjast, að betra er seint en aldrei.

Lesa meira
30. nóvember 1973 Svartsengisáætlunin

Mjög aukinn áhugi er nú á innlendum orkugjöfum, vegna minnkandi olíuframleiðslu arabaríkjanna og stöðugrar hækkunar olíu á heimsmarkaðnum. Virðist loks vera að komast skriður á hitaveitu frá Svartsengi til þéttbýliskjarnanna á Suðurnesjum. Vegna þessa og eins orða Karls Steinars Guðnasonar á bæjarstjórnarfundi sl. þriðju dag, þess efnis, að honum virtist að Orkustofnun setti önnur mál á oddinn nú, í sambandi við fjár lög, ákváðum við að leita okkur upplýsinga um málið og hringdum í Sveinbj

Lesa meira
7. desember 1973 Sameignarfélag um hitaveitu stofnað á Suðurnesjum

Um fátt er meira rætt manna á meðal þessa dagana, en orkumál. Verulegur skriður virðist vera að koma á hitaveitumálin, sem mörgum finnst að gengið hafi allt of hægt fyrir sig, og ekki hafi tekizt að fá eins mikið fé til rannsókna og þurft hafi. Í nokkra sl. mánuði hefur stofnun sameignarfélags sveitarfélaganna á Suðurnesjum, um hitaveitu, verið á dagskrá. Margt er að athuga í því sambandi, en nú er ákveðið að undirbúningsstofnfundur verði 15. desember n.k., og verði þá kosin bráðabirgðastjórn

Lesa meira
7. desember 1973 Hitaveita eða rafmagn (leiðari)

Um síðustu helgi kom frétt frá Landsvirkjun um, að þau byggðalög, sem ekki væru á hitaveitusvæðum gætu fengið rafmagn til húshitunar með hagstæðu verði, vegna hins alvarlega ástands, sem er í orkumálum heimsins um þessar mundir. Ekki fylgdi fréttinni, hvað verðið væri, og ekki heldur hvaða byggðarlög þarna væri átt við, að öðru leyti en, að Stór-Reykjavíkursvæðið var undanskilið. íbúar Reykjanesskagans hafa ekki hitaveitu enn sem komið er, og mikil ásókn hefur verið af húsbyggjendum að fá

Lesa meira
Fyrri | 1 2 3 4 5 6 7 ... 179 | Næsta >>