Greinar
Vistuð leit | Hreinsa Leit
20. september 2011 Alterra færði bréf í HS Orku niður um tíu milljónir dollara

Alterra færði bréf í HS Orku niður um tíu milljónir dollara

Kanadíska fyrirtækið Alterra Power, áður Magma Energy, sem á 75% hlut í HS Orku, tapaði 21 milljón dollara, 2,4 milljörðum króna, á ársfjórðungi sem lauk 30. júní s.l. Gengi bréfa í félaginu hefur lækkað um 64% frá áramótum.
Í uppgjöri fyrir reikningsárið 2011, sem lauk 30. júní, er afkoma HS Orku frá 17. ágúst 2010. Sé horft á allt reikningsárið nemur tap Alterra 17 milljónum dollara eða tveimur milljörðum króna.

Í umfjöllun um afkomu Alterra Power í Morgunblaðinu í dag segir, að í tilkynningu félagsins til kanadísku kauphallarinnar komi fram, að niðurstöður uppgjörsins endurspegli „endurskoðunarflækjur“ vegna mikils vaxtar á árinu 2011. Alterra jók hlut sinn í HS Orku og tók yfir orkufyrirtækið Plutonic á árinu. Samkvæmt tilkynningunni voru hlutabréf félagsins í HS Orku færð niður um 10 milljónir dollara.


HS Orka mbl.is/Brynjar Gauti

Vista leit