Hjálp

Hjálp

Hjálp - Íslenska

Leitarvél Hver.is er textaleitarvél sem leitar í fyrirsögnum og texta greina en einnig í öllum þeim upplýsingum sem tengdar eru við hverja skrá sem sett er í grunninn.


Efni grunnsins skiptist í fjóra aðalflokka, sem eru Greinar, Kvikmyndir, Ljósmyndir og Skýrslur.


Eftirfarandi tól er að finna á leitarsíðunni 

1. Leitargluggi - við hlið hans er mynd af stækkunargleri. Hérna slærðu inn það leitarorð sem þú hefur í hug.

2. Valgluggar fyrir tímabil - Þessir tveir flettigluggar gefa möguleika að þrengja leitina innan ákveðins tímabils með því að velja ártöl frá upphafi tímabilsins til enda þess.

3. Vistuð leit - Í þennan glugga safnast saman þeir hlutir sem notandi getur valið sér þegar hann skoðar þá hluti sem upp koma í leitinni. Til að tæma Leitina er smellt á hnappinn "Hreinsa leit". Í sumum vöfrum þarf að endurhlaða (refresh) til að breytingin sjáist.

4. Dæmi um leit í grunninum:

Þegar komið er inn á leitarsíðuna er leitarorði slegið í leitargluggann. Hægt er að þrengja leit eða víkka með því að velja annars vegar ártal og hins vegar leitarorð.
Einnig er hægt að fá upp öll gögn í viðkomandi flokk með því að sleppa innslætti í leitarglugga og smella strax á stækkunargler.  

Vilji notandi finna efni frá ákveðnu tímabili er upphafs- og endaártal sett í valgluggana fyrir tímabil. Sé ætlunin að fá allar blaðagreinar tengdar heitu vatni frá tímabilinu 1974 til 1980 eru þessi ártöl valin og síðan "heitt vatn" skráð í leitargluggan.

Hér má sjá hugmynd af leitarorðum: 

Heitt vatn
Kalt vatn
Almennar greinar
Framkvæmdir
Viðburðir
Fasteignir
Árskýrslur
Fréttaveitan

 

Minnt er á möguleikann að þrengja eða víkka leitina með að velja miðil. Sem dæmi er hægt að finna greinar úr Suðurnesjatíðindum frá umbeðnu tímabili með því að slá in ,,Suðurnesjatíðindi" í leitargluggann.

Helstu Miðlar:

Suðurnesjatíðindi
Faxi
Víkurfréttir
Morgunblaðið
Reykjanes
Suðurnesjapósturinn
Suðurnesjafréttir
Suðurfréttir
Tímarit Víkurfrétta
Hitaveita Suðurnesja
Iðnsaga
Beztablaðið
Mbl.is
Nesið
Vísir
Suðvesturhornið